Eiður Smári Guðjohnsen, einn allra besti íþróttamaður í sögu Íslands er orðinn hluti af hlaðvarpinu Dr. Football sem Hjörvar Hafliðason hefur stýrt síðustu sjö ár.
Þetta kemur fram í færslu á Instagram þar sem búin var til auglýsing þar sem Haukur Baldvinsson fyrrum leikmaður Breiðabliks og Arnór Guðjohnsen faðir Eiðs koma fyrir.
Er það vísun í gamla auglýsingu sem Haukur og Eiður Smári léku í saman fyrir Coca Cola, nú var hins vegar annað hljóð í Arnóri en þá.
Eiður Smári Gudjohnsen er Epic
Here we go! pic.twitter.com/DI2UuRI3dm
— Epicbet (@epicbetisland) August 15, 2025
Sagði hann að Eiður væri farin til læknis og gæti ekki komið út að leika með Hauki eins og þeir gerðu á árum áður í auglýsingu Coca Cola.
Læknirinn sem Eiður hitti var svo sjálfur Dr. Football. „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir,“ sagði Hjörvar við Eið og útskýrði fyrir honum að hann gæti ekki lengur spilað fótbolta en yrði tvisvar í mánuði í hlaðvarpi sínu.
Auglýsinguna fyrir Coca Cola má sjá hér að neðan.