Albert Brynjar Ingason sem hefur undanfarið stýrt hlaðvarpinu Gula spjaldið hefur ákveðið að hætta með þáttinn og snúa aftur í Dr. Football. Báðir þættir hafa fjallað um fótbolta.
Albert sem er fyrrum leikmaður Vals, Fylkis, FH og fleiri liða gerði garðinn frægan sem sérfræðingur hjá Dr. Football.
Dr. Football er eitt allra vinsælasta hlaðvarp landsins þar sem Hjörvar Hafliðason stýrir skútunni.
Albert hafði notið mikilla vinsælda í hlaðvarpi Hjörvars þegar hann ákvað að hætta og stofna Gula Spjaldið sem var um tímma á X977 á föstudögum. Sá þáttur hefur nú verið lagður í dvala.
Albert mun nú koma af fullum krafti inn í hlaðvarp Hjörvars en einnig taka þátt í dagskrárgerð með honum í kringum enska boltann á Sýn.