Það er allt útlit fyrir það að Alexander Isak muni ekki spila með Newcastle um helgina sem hefur þá leik í ensku úrvalsdeildinni.
Newcastle World greinir frá því að Isak sé enn að æfa einn og sé ekki með liðsfélögum sínum hjá enska félaginu.
Isak hefur verið mikið í umræðunni í sumar en hann vill ekkert meira en að komast til Liverpool.
Newcastle hefur hingað til ekki viljað selja leikmanninn til Liverpool en ef nógu gott tilboð berst gætu skiptin gengið í gegn.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, vill enga neikvæðni í kringum leikmannahópinn og sérstaklega í ljósi þess að deildin er að hefjast á ný.
Svíinn gæti þurft að æfa einn næstu tvær vikurnar en glugginn lokar í lok mánaðarins.