Knattspyrnufélagið Barnet hefur tilkynnt að hinn 18 ára gamli Arash “AJ” Javanmardi hafi látist af völdum áverka sem hann hlaut í alvarlegu bílslysi.
Javanmardi hafði verið hluti af akademíu Barnet síðustu tvö ár og þótti efnilegur leikmaður, jafnfær með báðum fótum og þekktur fyrir að vera skapandi leikmaður.
Félagið lýsir honum sem metnaðarfullum, hugulsömum og glaðlyndum einstaklingi sem setti bros á varir fólks. Hann var einnig hluti af sigurliðinu í National League “Champion of Champions”.
Á laugardaginn verður haldin mínúta lófaklapps á 18. mínútu leiks Barnet gegn Walsall í minningu hans.
Í yfirlýsingu félagsins segir:
„Það er með mikilli sorg sem Barnet Football Club tilkynnir andlát Arash „AJ“ Javanmardi.
Aðeins 18 ára gamall lenti AJ í alvarlegu umferðarslysi og náði því miður ekki bata af meiðslunum. AJ var litríkur og skapandi knattspyrnumaður sem var jafnfær með báðum fótum. Hann hafði verið í Fótbolta- og menntunarprógrammi akademíunnar í tvö ár og var einnig hluti af sigurliðinu í National League ‘Champion of Champions’.
Sem manneskja var AJ metnaðarfullur en einnig hugulsamur, umhyggjusamur og tillitssamur. Hann var stór persónuleiki sem færði fólki bros á vör; góður spaugari sem kunni að njóta lífsins.
Við munum halda mínútu lófaklapp í minningu AJ á 18. mínútu leiksins á laugardaginn gegn Walsall FC.“