Það stefnir allt í að miðvörðurinn öflugi Marc Guehi fari ekki til Liverpool í sumar eins og greint var frá fyrr í sumar.
Liverpool sýndi enska landsliðsmanninum mikinn áhuga en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í London.
The Sun og Daily Mail segja að allt stefni í að samkomulag á milli Liverpool og Crystal Palace muni ekki nást og að Guehi muni leika með Palace í vetur.
Liverpool þarf því líklega að leita annað í sumar ef félagið ætlar að bæta við sig varnarmanni.
Guehi er fyrirliði Palace og er einn af lykilmönnum félagsins – enska deildin hefst um helgina.