Wayne Rooney hefur svarað Tom Brady, minnihlutaeiganda Birmingham City, eftir að fyrrverandi NFL-stjarnan lýsti áhyggjum af vinnusiðferði hans í nýrri heimildarmynd.
Rooney, sem var rekinn í janúar 2024 eftir aðeins 83 daga í starfi, segir Brady hafa mætt einu sinni á æfingu og að hann skilji ekki knattspyrnu að fullu. Hann telur ummælin ósanngjörn og bendir á að fótbolti krefjist annarrar vinnurútínu en NFL þar sem Brady gerðu garðinn frægan.
Þrátt fyrir gagnrýni sína segist Rooney bera mikla virðingu fyrir Brady og fagnar því að Birmingham virðist nú á réttri leið eftir að hafa losað sig við leikmenn sem þurfti að láta fara.
Í heimildarmyndinni Built In Birmingham: Brady And The Blues, sem var frumsýnd 1. ágúst, sagði fyrrverandi leikstjórnandi New England Patriots við umboðsmann sinn Ben Rawitz: „Ég er aðeins áhyggjufullur um vinnusiðferði þjálfarans okkar.“
Þessi ummæli breiddust hratt út á samfélagsmiðlum, þar sem aðdáendur sökuðu Brady um að „sýna Rooney vanvirðingu“. Nú hefur Rooney svarað með sínum eigin orðum í nýjum hlaðvarpsþætti sínum.
„Ég held að Tom hafi komið einu sinni, sem var daginn fyrir leik þegar dagarnir eru aðeins léttari hvort eð er,“ segir Rooney.
„Ég held að hann hafi ekki skilið fótbolta alveg. En það sem hann skilur er að hann er duglegur, það vitum við. Fótbolti er ekki NFL – NFL deildin er í þrjá mánuði á ári. Leikmenn þurfa líka hvíld, þannig að mér finnst hann vera mjög ósanngjarn í því hvernig hann hefur lýst þessu.“
Þrátt fyrir viðbrögð sín við orðum Brady, gerði Rooney það jóst að hann beri enga illvild vegna þeirra.