Cole Palmer vakti athygli í vikunni er hann mætti í viðtal við blaðamann frá Fantasy Premier League.
Margir Íslendingar spila þennan ágæta leik þar sem leikmenn stilla upp 11 mönnum og bæta svo við fjórum á bekkinn.
Palmer kostar 10,5 milljónir punda í leiknum sem er mjög hátt en hann veit sjálfur nákvæmlega hvað hann kostar.
Englendingurinn hvetur alla til að velja sig í liðið og lofar í raun að það muni skila stigum í vetur.
Palmer er afskaplega einstakur leikmaður og einnig karakter en hann er líklega mikilvægasti leikmaður Chelsea.
Hann var spurður að því hvort spilarar ættu að velja sig í liðið og svaraði einfaldlega: ‘Ef þeir vilja stig.’
Þetta má sjá hér.
A straightforward answer from Cole Palmer 😅 pic.twitter.com/jcl2UGRD1e
— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) August 13, 2025