Nottingham Forest á í viðræðum við franska félagið Rennes um kaup á framherjanum Arnaud Kalimuendo.
Franski landsliðsmaðurinn, 23 ára, er einn eftirsóttasti sóknarmaðurinn á lokavikum gluggans.
RB Leipzig og Villarreal hafa einnig sýnt áhuga á að fá hann. Fleiri ensk úrvalsdeildarfélög hafa fylgst grannt með Kalimuendo.
Hann er uppalinn hjá PSG og hefur skorað 40 mörk og lagt upp 14 í 112 leikjum fyrir Rennes.