West Brom er í langt komið í viðræðum um að fá miðjumanninn Toby Collyer að láni frá Manchester United.
Collyer er enn talinn hluti af framtíðarplönum United og enginn kaupréttur fylgir samningnum.
Fjöldi annarra liða í Championship sýndi einnig áhuga á að fá Collyer.
Hins vegar sannfærðist hann af Ryan Mason, knattspyrnustjóra West Brom, og verkefninu þar.
Collyer kom nokkuð við sögu hjá United í fyrra en fær nú tækifæri til að vera í stærra hlutverki.