Manchester City hefur fengið höfnun frá Tottenham sem er að eltast við vængmanninn skemmtilega Savinho.
Þetta kemur fram í brasilískum fjölmiðlum en Tottenham bauð um 42 milljónir punda í leikmanninn.
Samkvæmt þessum fregnum er City að bíða eftir mun hærra tilboði og vill um 67 milljónir punda fyrir Brassann.
Savinho er sagður vilja komast til Tottenham en hann mun líklega fá takmarkað að spila í vetur.
Um er að ræða 21 árs gamlan leikmann sem gæti fengið að fara ódýrara ef Rodrygo kemur til City frá Real Madrid.