Cuti Romero er nýr fyrirliði Tottenham og tekur við bandinu af Heung-Min Son sem er hættur hjá félaginu.
Romero tekur við bandinu en það var Thomas Frank nýr stjóri félagsins sem ákvað þetta.
Romero hafði haft áhuga á því að fara til Atletico Madrid í sumar en nú er ljóst að af því verður ekki.
Tottenham ætlar sér stóra hluti í vetur en liðið komst inn í Meistaradeild Evrópu með því að vinna Evrópudeildina.
Romero er öflugur miðvörður sem er landsliðsmaður Argentínu og mun nú leiða lið Tottenham út á völlinn.