Varnarmaðurinn Marcos Rojo hefur skrifað undir samning við Racing í Argentínu og kemur til félagsins frá Boca Juniors.
Rojo var í raun skipað að yfirgefa Boca í sumar en ljóst var að þessi fyrrum varnarmaður Manchester United ætti ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu.
Rojo hefur hingað til verið með fullt nafn eða ‘Marcos Rojo’ á bakhlið treyju síns liðs en má hins vegar ekki gera það sama hjá Racing.
Ástæðan er í raun ansi skrítin en það er vegna erkifjenda Racing í Independiente sem eru oft kallaðir ‘El Rojo’ eða ‘Þeir Rauðu.’
Rojo mun þess vegna notast við ‘Marcos R.’ á bakinu á tímabilinu en hann verður líklega einn af lykilmönnum Racing.
Rojo spilaði með United í sjö ár en hefur undanfarin fimm ár leikið í Argentínu sem er hans heimaland.