Ibrahim Turay og Alpha Conteh frá Sierra Leone hafa samið við Stjörnuna. Félagið greinir frá þessu
Alpha er 24 ára kantmaður sem kemur til Stjörnunnar frá Neftçi PFK í Aserbaídsjan, þar sem hann lék í úrvalsdeildinni. Hann hefur einnig spilað í Búlgaríu með Lokomotiv Plovdiv og í Ísrael, auk þess að eiga leiki fyrir landslið Sierra Leone.
Ibrahim er 24 ára og kemur til okkar frá Bo Rangers FC, einu af fremstu liðum Sierra Leone. Hann er öflugur miðjumaður sem hefur spilað með landsliði Sierra Leone og skorað mark í undankeppni HM.
Steven Caulker aðstoðarþjálfari Stjörnunnar var eitt sinn fyrirliði landsliðs Sierra Leone og hefur því þekkingu á báðum leikmönnum.