Stjarnan og sænska úrvalsdeildarfélagið BK Häcken hafa komist að samkomulagi um félagsskipti Eyrúnar Emblu Hjartardóttur til Svíþjóðar.
„Við viljum þakka Eyrúnu kærlega fyrir sinn tíma hjá félaginu. Frá því að hún kom fyrst árið 2021 hefur hún verið frábær fyrirmynd bæði innan og utan vallar, með fagmennsku, metnaði og jákvæðu viðmóti sem hefur styrkt liðið,“ segir á vef Stjörnunnar.
Eyrún hefur einnig verið mikilvægur leikmaður í yngri landsliðum Íslands, þar sem hún hefur leikið 30 leiki.