Enska goðsögnin John Barnes er í veseni í dag en útlit er fyrir að þessi fyrrum leikmaður Liverpool verði gjaldþrota.
Barnes er sagður skulda um 250 milljónir króna í skatt en hann er 61 árs gamall í dag og lagði skóna á hilluna fyrir löngu.
Barnes er vinsæll á meðal stuðningsmanna Liverpool en hann var einnig ásakaður um skattsvik 2023 en tókst að borga skuld upp á 33 milljónir á þeim tíma.
Hann virðist ekki hafa lært af eigin mistökum og er nú aftur kominn í kast við lögin.
Barnes á sitt eigið fyrirtæki sem ber nafnið John Barnes Media en það fyrirtæki er talið skulda þessar fjárhæðir og borgaði engan skatt frá árinu 2018 til 2020.
Ekki nóg með það hefur fyrirtækið ekki borgað upp þau lán sem voru tekin á þeim tíma og stefnir allt í gjaldþrot.