Luis Enrique hefur staðfest það að hann hafi fengið tilboð frá Tottenham um að gerast nýr stjóri félagsins.
Þetta gerðist vissulega ekki í sumar en Enrique fékk tilboð frá enska félaginu 2023 áður en Ange Postecoglou var ráðinn.
Tottenham var í leit að arftaka Antonio Conte og gerði sér vonir um að Enrique myndi taka við keflinu.
Spánverjinn íhugaði tilboð Tottenham en hafnaði því að lokum og hélt til Frakklands þar sem hann hefur gert flotta hluti.
,,Ég var með nokkra möguleika áður en ég skrifaði undir í París og Tottenham var einn af þeim möguleikum,“ sagði Enrique.