Real Madrid hefur enn áhuga á því að kaupa Adam Wharton miðjumann Crystal Palace. Daily Mail heldur þessu fram.
Wharton er 21 árs gamall og hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu sína síðustu 18 mánuði.
Wharton var áður hjá Blackburn en hann var hluti af EM hópi Englands sumarið 2024.
Real Madrid telur að Wharton geti náð lengra og vill félagið skoða það að kaupa hann á næstu vikum.
Wharton hefur einnig verið orðaður við stærri félög á Englandi en félagaskiptaglugginn lokar í lok mánaðar.