Paris Saint-Germain vann Ofurbikar Evrópu í kvöld eftir leik við Tottenham.
Allt stefndi í sigur Tottenham í kvöld en staðan var 2-0 fyrir þeim ensku eftir 85 mínútur.
Lee Kang-in lagaði stöðuna þá fyrir PSG og jafnaði Goncalo Ramos metin á 94. mínútu í uppbótartíma.
PSG vann svo í vítaspyrnukeppni þar sem Micky van de Ven og Mathys Tel klikkuðu á punktinum fyrir Tottenham.