James Maddison miðjumaður Tottenham er langt niðri andlega eftir að hafa slitið krossband á undirbúningstímabilinu.
Maddison mun ekkert spila í ár og ljóst að hann fær ekki tækifæri til að fara með Englandi á HM næsta sumar.
„Ég hef aldrei verið svona langt niðri, er með brotið hjarta,“ skrifar Maddison og birtir mynd af sér og börnunum sínum á sjúkrahúsi.
Lowest low I’ve ever had. Heartbroken at the fact this injury has occurred at this time in my career. With the Super Cup tomorrow, the premier league season on the horizon, the exciting champions league campaign & it being a World Cup year for England it all feels very very cruel… pic.twitter.com/m0TgKlo8Sk
— James Maddison (@Madders10) August 12, 2025
Maddison átti að vera í stóru hlutverki hjá Thomas Frank í ár en ljóst er að félagið mun reyna að kaupa mann í hans stað.
„Aðgerðin heppnaðist vel, takk fyrir allan stuðninginn.“
„Þeir sem efast um mig og hafa sent mér hatur, þið eruð að kveikja í mér eld sem ég vissi ekki að væri til. Takk fyrir það.“