Liverpool er líklegt til þess að kaupa tvo miðverði á næstu dögum áður en félagaskiptagluginn lokar.
Sagt er frá því að Liverpool sé komið á fullt í viðræður við Crystal Palace um kaup á Marc Guehi.
Liverpool er tilbúið að rífa fram 35 milljónir fyrir enska landsliðsmanninn. Guehi fer annars frítt frá Palace næsta sumar þegar samningur hans er á enda.
Fabrizio Romano segir að Liverpool sé einnig að skoða alvarlega að kaupa Giovanni Leoni miðvörð Parma.
Leoni er 18 ára gamall en hann er sagður vera mögulegur arftaki Virgil van Dijk í plönum Liverpool.