Liverpool hefur ekki einn neinasta áhuga á því að selja Ibrahima Konate þrátt fyrir að félagið sé að reyna að kaupa tvo miðverði.
Konate verður samningslaus næsta sumar en Liverpool er að reyna að kaupa Marc Guehi frá Crystal Palace og Giovanni Leoni miðvörð Parma.
Konate hefur verið orðaður við Real Madrid en hann er 26 ára gamall og hefur átt góða tíma á Englandi.
Konate er franskur landsliðsmaður en meiðsli hafa þó hrjáð hann á Anfield sem hafa sett strik í reikninginn.
Liverpool vill bæta við miðvörðum en Joe Gomez hefur verið mikið meiddur og er því liðið þunnskipað þar.