Gianluigi Donnarumma er sterklega orðaður við Manchester City en nú segja enskir miðlar að félagið vilji halda í Ederson.
Donnarumma er á förum frá PSG, franska félagið vill hann burt og er hann ekki lengur í hóp hjá félaginu.
Donnarumma á eitt ár eftir af samningi við PSG en hann er samkvæmt fréttum ekki nálægt því að fara til City.
Bæði PSG og Guardian segja að Pep Guardiola vilji halda í Ederson en hann hefur verið orðaður við Galatasaray.
Ekkert félag hefur samkvæmt fréttum reynt að fá Ederson en City neitar þó ekki fyrir áhuga á Donnarumma sem var besti markvörður Evrópu á síðustu leiktíð.