Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, hefur tjáð sig um miðjumanninn Carlos Baleba sem er líklega á förum frá félaginu.
Baleba er sterklega orðaður við Manchester United í dag og eru miklar líkur á að hann gangi í raðir félagsins.
Um er að ræða mjög mikilvægan leikmann Brighton en Hurzeler er óttalaus og segir að liðið muni ná árangri jafnvel án Baleba.
Brighton vill alls ekki selja Baleba en gæti neyðst til þess ef félagið fær tilboð upp á allt að 100 milljónir punda.
,,Ég er alls ekki hræddur við að missa lykilmenn. Ég er ekki hræddur við neitt því það eina sem við getum gert er að gera það besta úr því sem viðe rum með í höndunum.“
,,Við getum ekki eytt peningum eins og önnur félög en okkar styrkleiki er samheldnin. Ef við stöndum saman þá er ég viss um að við getum keppt við stærstu liðin.“