Jack Grealish er genginn í raðir Everton en hann kemur til félagsins á lánssamningi frá Manchester City.
Grealish ákvað að klæðast treyju númer 18 hjá félaginu og hefur útskýrt það val sem kom þónokkrum á óvart.
Grealish var áður í tíunni hjá bæði City og Aston Villa en það númer er vissulega tekið hjá Everton og er í eigu Illiman Ndiaye.
Englendingurinn hefur útskýrt treyjuvalið og hringdi til að mynda í fyrrum leikmann Everton, Wayne Rooney, sem notaði sama númer á sínum tíma.
,,Það er ástæða fyrir því að ég valdi númer 18, það voru önnur númer í boði en mínir uppáhalds ensku leikmenn eru Wayne Rooney og Paul Gascoigne og þeir klæddust sömu treyju,“ sagði Grealish.
,,Ég hringdi í Wayne áður en ég kom hingað og nefndi þetta við hann – ég vona að hann sé ánægður með valið!“