Forseti tyrknenska félagsins Besiktas hefur tjáð sig um þær sögusagnir að félagið sé að reyna að fá inn Jadon Sancho frá Manchester United.
Sancho hefur fengið mikið af ummælum á Instagram síðu sína þar sem hann er í raun grátbeðinn um að koma til Besiktas í sumar og þar með yfirgefa England.
Serdal Adali, forseti Besiktas, vill einnig semja við leikmanninn en veit ekki hvort það sé möguleiki á þessum tímapunkti.
,,Eins mikið og stuðningsmennirnir vilja hann, ég vil það jafn mikið,“ sagði Adali við Turkiye Today.
,,Þetta snýst ekki bara um hvað við viljum heldur hans vilja að koma til Tyrklands. Við munum gera okkar besta til að fá hann hingað.“
,,Leikmenn eins og Jadon Sancho vilja spila fyrir lið sem er í Meistaradeildinni. Hvort sem þetta gerist eða ekki, ef það er möguleiki þá munum við reyna.“