Dominic Calvert-Lewin framherjinn knái er mættur í læknisskoðun hjá Leeds og mun skrifa undir samning við félagið.
Enski framherjinn kemur frítt en samningur hans við Everton rann út í sumar og var ákveðið að framlengja hann ekki.
Calvert-Lewin er 28 ára gamall en hann hefur verið talsvert meiddur síðustu ár og ekki haldið flugi.
Leeds er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina og gæti Calvert-Lewin verið klár í fyrstu umferðina sem fer fram um helgina.
Calvert-Lewin var frábær til að byrja með hjá Everton en meiðslin hafa sett strik í reikning hans.