FC Bayern er að skoða það að kaupa Christopher Nkunku sóknarmann Chelsea en enska félagið vill hann burt.
Nkunku hefur átt tvö erfið ár hjá Chelsea en áður hafði hann gert vel hjá RB Leipzig í þýska boltanum.
Franski sóknarmaðurinn er 27 ára gamall en Bayern vill fá hann til að styrkja sóknarleik sinn.
Nkunku yrði líklega varaskeifa fyrir Harry Kane og myndi leysa hann af hólmi þegar hann er frá vegna meiðsla eða þreytu.
Þýskir miðlar segja að þetta sé nokkuð líklegt til þess að gerast að Nkunku var mjög öflugur í þýsku úrvalsdeildinni.