Það er algjört bull að David Alaba sé á leið til Sádi Arabíu en hann hefur verið orðaður við félög þar í landi.
Alaba er leikmaður Real Madrid en hann er 33 ára gamall og er kominn á seinni á ferilsins.
Pini Zahavi, umboðsmaður Alaba, hlær að þessum sögusögnum og segir að engar viðræður séu í gangi.
,,Allar þessar kjaftasögur um að Alaba sé að fara til Sádi eru bara bull,“ sagði Zahavi.
,,Við höfum aldrei verið í viðræðum við félag þar og höfum ekki fengið neitt tilboð á þessum tímapuinkti.“
,,Að hann sé opinn fyrir því að færa sig til Sádi er ekki rétt, það er ekkert til að ræða. Allt sem er talað um eru bara kjaftasögur.“