Fermin Lopez hefur staðfest það að hann sé ekki að kveðja lið Barcelona en hann hefur verið orðaður við brottför.
Lopez er sagður vera til sölu fyrir rétt verð en hann hefur sjálfur engan áhuga á að færa sig um set.
,,Stuðningsmenn Barcelona geta slakað á því ég verð hér áfram, ég er ekki að fara frá Barcelona,“ sagði Lopez.
Lopez hefur verið orðaður við lið eins og Chelsea og Manchester United og er verðmiðinn á honum um 60 milljónir punda.
Þessi 22 ára gamli sóknarmaður ætlar að spila áfram með Barcelona en hann kom til félagsins frá Real Betis árið 2016.