Hin 31 árs gamla Georgina Rodriguez hefur nú loksins staðfest það að hún sé trúlofuð stórstjörnunni Cristiano Ronaldo.
Talað hefur verið um það í marga mánuði að parið væri búið að trúlofa sig en engin staðfesting var fengin þar til í gær.
Georgina birti mynd af stórglæsilegum trúlofunarhring á samskiptamiðlum og staðfestir að hún hafi svarað bónorði Ronaldo játandi.
Parið hefur verið saman í um níu ár og eiga saman börn en þau eru í dag búsett í Sádi Arabíu.
Ronaldo er einn frægasti og ríkasti íþróttamaður heims en hann spilar með Al-Nassr þar í landi.
,,Svarið er já. Í þessu lífi og öllum öðrum,“ skrifaði Georgina á Instagram og birti mynd af hringnum.
Hún er sjálf 31 árs gömul en Ronaldo fagnaði fertugsafmæli sínu fyrr á þessu ári.