Joao Pedro óttast ekki samkeppni við Liam Delap á komandi tímabili en þeir eru báðir leikmenn Chelsea og sömdu við félagið í sumar.
Talið er að Pedro muni byrja tímabilið í fremstu víglínu hjá Chelsea í vetur en Delap mun banka á dyrnar ef sá brasilíski stenst ekki væntingar.
Pedro óttast ekki samkeppnina og segir að það sé gott fyrir Chelsea að vera með tvo framherja sem vilja sanna sig í treyju félagsins.
,,Þegar ég kom til Chelsea vissi ég að þetta væri hæfileikaríkt og ungt lið og það er auðvelt fyrir mig að sýna mitt besta,“ sagði Pedro.
,,Ég vil ekki tala um samkeppni, það er gott fyrir Chelsea að vera með tvo framherja sem eru að gera vel.“
,,Delap skoraði ekki í síðasta leik en skoraði svo tvö mörk gegn AC Milan og ég er hæstánægður fyrir hans hönd.“