Wayne Rooney virðist ekki vera á leið í nýtt þjálfarastarf á næstunni en hann er á leið í sjónvarp á nýjan leik.
Rooney hefur í gegnum tíðina starfað sem sparkspekingur fyrir til að mynda Sky Sports en gerir sér vonir um að ná langt sem þjálfari.
Rooney hefur ekki náð að finna sér nýtt þjálfarastarf síðustu mánuði eftir að hafa fengið sparkið frá Plymouth.
Telegraph greinir nú frá því að Rooney verði hluti af Match of the Day í vetur sem er vinsæll þáttur á BBC.
Gary Lineker var lengi stjórnandi þáttarins en hann verður nú aðallega í umsjón Mark Chapman sem sá um Match of the Day 2.