Kyle Bartley hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 34 ára gamall en hann greinir sjálfur frá.
Um er að ræða leikmann sem einhverjir kannast við en hann er uppalinn hjá Arsenal og var þar til ársins 2012.
Bartley hefur undanfarin sjö ár spilað með West Bromwich Albion og lék 30 leiki í ensku úrvalsdeildinni 2020-2021.
Hann var einnig á mála hjá Swansea frá 2012 til 2018 og kom við sögu í efstu deild.
Bartley hefur ákveðið að játa sig sigraðan eftir hnémeiðsli sem hann hlaut á síðasta tímabili og leggur skóna á hilluna.
Bartley segist hafa reynt allt til þess að jafna sig af meiðslunum en er nú hættur þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum við West Brom.