Það er víst ekki öruggt að miðjumaðurinn Xavi Simons endi hjá Chelsea í sumar en hann hefur verið orðaður við félagið í margar vikur.
Chelsea hefur lengi verið í viðræðum við RB Leipzig um leikmanninn sem hefur samþykkt að ganga í raðir enska félagsins.
Það virðist þó ganga erfiðlega að semja um kaupverð og nú er önnur hindrun komin á yfirboðið.
Blaðamaðurinn Sacha Tavolieri greinir frá því að Manchester City sé nú að blanda sér í baráttuna um Simons sem er 22 ára gamall.
City fær yfirleitt þá leikmenn sem félagið sækist eftir og verður fróðlegt að sjá hvað verður um Simons fyrir lok gluggans.