Það virðist allt stefna í það að Tottenham sé að fá öflugan liðsstyrk fyrir komandi tímabil en frá þessu greina margir enskir miðlar.
Samkvæmt þessum fregnum er Tottenham að næla í vængmanninn Savinho sem spilar með Manchester City.
Savinho er 21 árs gamall vængmaður og kom til City í fyrra og spilaði 29 deildarleiki ásamt því að skora eitt mark.
Hann er brasilískur landsliðsmaður og á að baki 13 leiki og hefur í þeim einnig skorað eitt mark.
Möguleiki er á að Tottenham kaupi leikmanninn endanlega og eru viðræður sagðar vera í gangi þessa stundina.