Leeds er stórhuga fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni og er að horfa á tvo afar öfluga sóknarmenn.
Þetta kemur fram í Leeds United News en mennirnir umtöluðu eru þeir Rodrigo Muniz og Mehdi Taremi.
Muniz er leikmaður Fulham og stóð sig ágætlega í vetur en Taremi er á mála hjá Inter Milan.
Leeds vill styrkja sóknarlínuna fyrir komandi verkefni en gæti þurft að berjast við Atalanta um þjónustu Muniz.
Taremi er 33 ára gamall sóknarmaður en hann hefur spilað með Inter í um eitt ár eftir að hafa raðað inn mörkum með Porto í Portúgal.