Dean Henderson er einn vinsælasti leikmaður Crystal Palace í dag en hann átti frábæran leik um helgina gegn Liverpool.
Henderson varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni í Samfélagsskildinum og ákvað eftir leik að mæta á barinn ásamt stuðningsmönnum.
Henderson keypti bjór handa öllum stuðningsmönnum Palace en sá reikningur kostaði um 165 þúsund krónur.
Henderson er 28 ára gamall en hann ræddi einnig við stuðningsmenn liðsins og fékk sér sjálfur nokkra sopa áður en hann hélt heim.
Palace kom í raun öllum á óvart með þessum sigri en flestir bjuggust við sigri Liverpool í fyrsta keppnisleik tímabilsins.
Hann hefur leikið fyrir Palace undanfarin tvö ár og mun standa á milli stanganna í vetur.