Jack Grealish er kominn til Everton en hann skrifar undir lánssamning við félagið út tímabilið.
Grealish er 29 ára gamall vængmaður en hann var ekki inni í myndinni hjá Pep Guardiola fyrir komandi tímabil.
Grealish er frábær leikmaður en náði ekki að sýna sitt besta hjá Manchester City eftir komu frá Aston Villa.
Villa fékk um 100 milljónir punda í sinn vasa fyrir Grealish en þau skipti áttu sér stað fyrir fjórum árum síðan.
Grealish hefur unnið deildina þrisvar sem leikmaður City og einnig Meistaradeildina.