Fyrrum undrabarnið Freddy Adu hefur tjáð sig um stöðu sóknarmannsins Gio Reyna sem spilar með Dortmund.
Reyna á í erfiðleikum með að fá spilatíma í Þýskalandi en hann er Bandaríkjamaður eins og Adu og er mikilvægur hlekkur í landsliðinu.
Adu var um tíma einn efnilegasti leikmaður heims en náði aldrei að sýna sitt besta og átti að lokum afskaplega svekkjandi feril.
Reyna er 22 ára gamall vængmaður en hann spilaði 15 deildarleiki með Dortmund í vetur og skoraði í þeim tvö mörk.
,,Ég er að hlæja því þetta var mín saga maður… Ég átti erfitt með að fá spilatíma hjá félagsliðum í Evrópu en með landsliðinu þá sýndi ég mitt besta,“ sagði Adu.
,,Þetta er nákvæmlega það sem ég upplifði. Ég fór til Evrópu, spilaði ekki mikið og færði mig um set og ekkert breyttist.“
,,Ég var alltaf tilbúinn fyrir landsliðið og ég spilaði alltaf betur þar en fyrir félagsliðin svo ég finn til með honum.“