fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433Sport

Eitt frægasta undrabarn allra tíma styður við bakið á landa sínum: ,,Nákvæmlega það sem ég upplifði“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 20:00

Adu árið 2005. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum undrabarnið Freddy Adu hefur tjáð sig um stöðu sóknarmannsins Gio Reyna sem spilar með Dortmund.

Reyna á í erfiðleikum með að fá spilatíma í Þýskalandi en hann er Bandaríkjamaður eins og Adu og er mikilvægur hlekkur í landsliðinu.

Adu var um tíma einn efnilegasti leikmaður heims en náði aldrei að sýna sitt besta og átti að lokum afskaplega svekkjandi feril.

Reyna er 22 ára gamall vængmaður en hann spilaði 15 deildarleiki með Dortmund í vetur og skoraði í þeim tvö mörk.

,,Ég er að hlæja því þetta var mín saga maður… Ég átti erfitt með að fá spilatíma hjá félagsliðum í Evrópu en með landsliðinu þá sýndi ég mitt besta,“ sagði Adu.

,,Þetta er nákvæmlega það sem ég upplifði. Ég fór til Evrópu, spilaði ekki mikið og færði mig um set og ekkert breyttist.“

,,Ég var alltaf tilbúinn fyrir landsliðið og ég spilaði alltaf betur þar en fyrir félagsliðin svo ég finn til með honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einn stærsti aðdáandi Antony er fundinn – ,,Var ótrúlegt fyrir mig“

Einn stærsti aðdáandi Antony er fundinn – ,,Var ótrúlegt fyrir mig“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nær ekki að jafna sig af meiðslum og leggur skóna á hilluna

Nær ekki að jafna sig af meiðslum og leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool áhyggjufullir: Fyrirliðinn ólíkur sjálfum sér – ,,Ekki séð hann spila svona fyrir Liverpool“

Stuðningsmenn Liverpool áhyggjufullir: Fyrirliðinn ólíkur sjálfum sér – ,,Ekki séð hann spila svona fyrir Liverpool“
433Sport
Í gær

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
433Sport
Í gær

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans
433Sport
Í gær

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð
433Sport
Í gær

Mun Chelsea samþykkja skiptin?

Mun Chelsea samþykkja skiptin?