Það eru fáir sem eru jafnmiklir aðdáendur vængmannsins Antony og hinn 21 árs gamli Angel Ortiz sem spilar með Real Betis á Spáni.
Oriz kynntist Antony síðasta vetur er sá brasilíski var lánaður til Betis frá Manchester United og stóð sig mjög vel.
Ortiz vill ekkert meira en að spila aftur með Antony og vonast til að félagið nái að fá hann aftur í sínar raðir í sumar.
,,Að spila með Antony eða einhverjum í hans gæðaflokki var ótrúlegt fyrir mig. Hann gerði hlutina mun auðveldari fyrir mig,“ sagði Oriz.
,,Það eina sem ég þurfti að gera var að gefa boltann á hann og hlaupa upp völlinn því hann sá um allt annað.“
,,Að spila með honum aftur væri magnað og ég vona innilega að það verði að veruleika, það myndi gera stuðningsmenn Betis glaða.“