Björgvin Brimi Andrésson er á leið á reynslu til Englands en þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin.
Björgvin er mjög efnilegur leikmaður en hann er fæddur árið 2008 og er á mála hjá Gróttu.
Hann hefur spilað fyrir bæði Gróttu og KR á sínum ferli og spilaði með KR í Lengjubikarnum fyrr á þessu ári.
Leikmaðurinn er uppalinn í Gróttu og tók þar sín fyrstu skref en spilaði síðar með bæði KR og KV áður en hann færði sig aftur í uppeldisfélagið.
Björgvin er á leið til Stockport á reynslu en bróðir hans, Benoný Breki Andrésson, er leikmaður liðsins í dag.
Benoný var sjálfur á mála hjá KR og færði sig yfir til Englands og skoraði fjögur mörk í 11 deildarleikjum í vetur.