Gareth Bale hefur staðfest það að hann hafi áhuga á að fjárfesta í liði Cardiff sem spilar í heimalandi hans, Wales.
Cardiff leikur vissulega á Englandi og er í þriðju efstu deild í dag en ekki er langt síðan félagið var í þeirri efstu.
Bale er sagður vera að reyna að kaupa stóran hlut í félaginu ásamt öðrum fjárfestum en það hefur gengið erfiðlega að ná samkomulagi hingað til.
,,Þetta er eitthvað sem ég er að horfa á, ég myndi elska að gefa stuðningsmönnum Cardiff þetta,“ sagði Bale.
,,Augljóslega þá er ég frá Wales og veit hversu ástríðufullir stuðningsmenn Cardiff eru.. Draumur þeirra er að komast í úrvalsdeildina.“
,,Það er augljóslega erfitt verkefni en eitthvað ég myndi elska að taka þátt í.“