Stuðningsmenn Crystal Palace urðu sér til skammar um helgina fyrir leik gegn Liverpool í Samfélagsskildinum.
Liverpool og Palace áttust við á Wembley en það síðarnefnda hafði betur eftir vítakeppni.
Fyrir leik var mínútuþögn haldin á Wembley vegna andláts Diogo Jota en hann lék með Liverpool þar til í sumar.
Jota lést ásamt bróður sínum í bílslysi á Spáni í sumar og verður hans sárt saknað í fótboltaheiminum.
Ákveðinn hópur af stuðningsmönnum Palace ákváðu að baula er þögnin átti sér stað sem er óásættanlegt í alla staði.
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, tjáði sig um hegðun stuðningsmanna eftir leikinn.
,,Auðvitað er ég vonsvikinn. Það eina sem ég get sagt er að það var nóg af fólki að segja þeim að þegja en það augljóslega hjálpar ekki,“ sagði Van Dijk.
,,Þetta er eins og það er. Þú getur ekki stjórnað hvað, 80 þúsund manns? Það var mjög leiðinlegt að heyra þetta. Ef þetta fólk getur farið heim og verið ánægt með sig þá…“