Stuðningsmenn Liverpool eru áhyggjufullir eftir leik liðsins við Crystal Palace í Samfélagsskildinum í gær.
Liverpool tapaði baráttunni um þennan skjöld en eftir 2-2 jafntefli vann Palace leikinn í vítakeppni.
Virgil van Dijk hefur lengi verið einn besti varnarmaður ensku deildarinnar en átti mjög erfitt uppdráttar í gær.
Hollendingurinn fær 2-4 í einkunn fyrir frammistöðu sína í þessum leik í enskum miðlum og hafa margir tjáð sig á samskiptamiðlum.
Margir óttast að Van Dijk sé búinn að missa allan sinn hraða sem gæti reynst Liverpool erfitt í vetur.
,,Þá er þetta bara búið held ég? Vonandi er þetta ‘one off’ en ég hef ekki séð Van Dijk spila svona fyrir Liverpool,“ skrifar einn.
Annar bætir við: ‘Klaufalegur og vonlaus í þessum leik, aldur er ekki bara tala.’