Ofurtölvan fræga hefur spáð í spilin fyrir komandi tímabil og skoðar nú hver mun enda markahæstur í ensku úrvalsdeildinni.
Ofurtölvan segir að það séu langmestar líkur á því að Erling Haaland endi markahæstur en líkurnar eru 68 prósent.
Mohamed Salah er í öðru sæti með tíu prósent og þar á eftir koma þeir Viktor Gyokores og Chris Wood.
Benjamin Sesko sem kom til Manchester United á dögunum fær 0,01 í prósentu en það er minna en fyrirliði liðsins, Bruno Fernandes.
Þetta má sjá hér.