RB Leipzig er að reyna að sannfæra Chelsea til að skipta á leikmönnum í sumar en þeir ensku eru að reyna að fá inn Xavi Simons frá þeim þýsku.
Skipti Simons hafa legið í loftinu í dágóðan tíma en Chelsea virðista eiga í erfiðleikum með að ná samkomulagi um kaupverð við Leipzig.
Samkvæmt Bild þá er Leipzig að gera sér vonir um að fá Christopher Nkunku á móti en hann er fyrrum leikmaður félagsins.
Nkunku er sóknarsinnaður miðjumaður eða framherji en hann hefur ekki staðist væntingar hjá Chelsea eftir komu 2023.
Chelsea er að reyna að losa franska landsliðsmanninn en hvort félagið samþykki skiptidíl er ekki vitað.
Nkunku lék með Leipzig frá 2019 til 2023 og skoraði 47 deildarmörk í 119 leikjum.