Tyrone Mings, leikmaður Aston Villa, var bálreiður út í landa sinn Mason Greenwood um helgina en þeir mættust í æfingaleik.
Mings spilaði allan leikinn fyrir Villa í 3-1 tapi gegn Marseille þar sem Greenwood skoraði fyrsta mark leiksins.
Pierre Emerick Aubameyang sá um að tryggja Marseille sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik.
Greenwood braut mjög klaufalega á miðjumanninum Amadou Onana sem varð mjög ósáttur og ákvað varnarmaðurinn Mings að blanda sér í málið.
Mings og Greenwood voru ekki langt frá því að einfaldlega slást á vellinum en samherjar komu að lokum í veg fyrir það.
Treyja Greenwood rifnaði og þurfti hann á nýrri að halda en myndband af þessu má sjá hér.
Mason Greenwood getting ragged about by Tyrone Mings 🫡🫡#AVFC
— Aston Villa Statto (@AVFCStatto) August 9, 2025
Tyrone Mings tearing Mason Greenwood’s shirt. You love to see it. pic.twitter.com/RdB2vrdfkx
— villareport (@villareport) August 9, 2025