fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
433Sport

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. ágúst 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er félagslegt ójafnvægi í samfélaginu, þetta er gjarnan fólk án vinnu, þetta eru fyrst og fremst karlmenn, þetta er eiginlega og algjörlega bundið við karla og unga karla oftast nær, og í þessum skrílslátum fá menn útrás fyrir reiði út í allt og alla, en kannski ekki síst samfélagið og sína eigin stöðu. Hvort sem samfélagið ber ábyrgð á því eða ekki þá finna menn þessu farveg,“ segir Sigurður Sverrisson, knattspyrnuáhugamaður frá Akranesi, sem búsettur er á Englandi. Hann ræddi við Morgunvaktina á Rás 1 í morgun, um skrílslæti og ofbeldi á meðal stuðningsmanna knattspyrnuliða.

Sigurður ræddi þetta vandamál eins og það birtist á Englandi en tilefni umfjöllunarinnar eru skrílslæti stuðningsmanna danska liðsins Bröndby í Reykjavík í síðustu viku, í kjölfar þess að Bröndby tapaði mjög óvænt gegn Víkingi, 3:0.

„Þó svo að skrílslæti í fótboltanum hérna í Englandi hafi svona hægt og rólega verið að fjara út og gerði það allt fram að Covid, þá varð heilmikil fjölgun í þessum tilvikum aftur eftir Covid, og sem má þá auðvitað tengja beint við uppsafnaða gremju – eða hvað getum við kallað þetta – frústrasjón hjá fólki eftir það ástand. Hér var allt læst og lokað á annað ár. Svo það varð töluverð fjölgun. Þessi skrílslæti hafa síðan færst út í það allra síðustu tvö þrjú árin yfir í að beinast gegn innflytjendum.“

Sigurður segir einnig að áfengisneysla og hópþrýstingur leiki hér stórt hlutverk.

Fóru að heimili hans á meðan hann var fastur á leikvanginum

Einnig var rætt við knattspyrnukappann Kjartan Henry Finnbogason sem á langan atvinnumannsferil að baki og lenti meðal annars illa í áðurnefndum áhangendum danska liðsins Bröndby. Kjartan telur að orsakir skrílsláta á knattspyrnuvöllum í Danmörku eigi sér síður rætur í þjóðfélagslegri reiði og stéttaskiptingu, eins og á Bretlandi, heldur að menn séu einfaldlega að grípa tækifæri til að haga sér illa. Ennfremur spili inn í mikið og gróið hatur á milli áhangenda stórra liða sem teljist vera erkifjendur.

Kjartan Henry lék um skeið með danska liðinu AC Horsens. Í lokaleik sínum með félaginu, árið 2018, kom hann inn á sem varamaður í leik gegn Bröndby, og skoraði tvö mörk. Breytti hann stöðunni úr 0:2 fyrir Bröndby í 2:2, leiknum lauk með jafntefli og þetta gerði Bröndby skráveifu í titilbaráttunni þetta árið. Sjá nánar hér.

Fótboltabullur úr stuðningsmannahópi Bröndby trylltust eftir leikinn og beindu hatri sínu í garð Kjartans Henry sem hafði „rænt“ þá tveimur stigum með stórkostlegum mörkum sínum undir loks leiksins.

„Þeir fór inn á völlinn, þeir ætluðu að ráðast á eigin leikmenn, þeir ætluðu síðan að ráðast á mig og auðvitað liðið. Við þurftum að vera inni í búningsklefa, lögreglan bannaði okkur að fara út, bannaði okkur að fara heim.“

Kjartan Henrý útskýrir síðan að heimilisföng og símanúmer fólks séu sjálfkrafa skráð á netið nema maður afskrái sig sérstaklega. Verstu bullur Bröndby-liðsins fundu heimilisfang hans og héldu þangað:

„Þeir voru komnir fyrir utan heima hjá mér, sem var svona tíu mínútna labb. Konan mín var heima á Íslandi, við vorum með Au pair sem var að hjálpa okkur. Hún var auðvitað mjög hrædd því það voru þarna menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður og annað. Og ég mátti ekki fara út af vellinum, þannig að þetta var mjög, mjög óþægilegt.“

Þegar Kjartan Henry komst heim voru bullurnar á bak og burt en höfðu unnið einhverjar skemmdir á eigninni. Hann segist síðan reglulega hafa engið rafrænar hótanir frá boltabullum Bröndby en hann það komi honum ekki úr jafnvægi. Þessi uppákoma hafi hins vegar verið mjög óþægileg.

Hlusta má á þáttinn hér. Umfjöllunin byrjar á: 1:13:14

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford mistókst að skora fyrir opnu marki

Rashford mistókst að skora fyrir opnu marki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nunez birtir kveðjubréf til stuðningsmanna – ,,Get yfirgefið með stolt í hjarta“

Nunez birtir kveðjubréf til stuðningsmanna – ,,Get yfirgefið með stolt í hjarta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Tvenna frá Gylfa dugði ekki til í tapi – Valur með fimm stiga forskot

Besta deildin: Tvenna frá Gylfa dugði ekki til í tapi – Valur með fimm stiga forskot
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Berbatov spenntur fyrir Sesko en vill ekki missa sig

Berbatov spenntur fyrir Sesko en vill ekki missa sig
433Sport
Í gær

Niðurlægði leikmennina fyrir framan allar myndavélarnar

Niðurlægði leikmennina fyrir framan allar myndavélarnar
433Sport
Í gær

Hefur rætt við stjórann og vill komast burt í sumar

Hefur rætt við stjórann og vill komast burt í sumar