Chelsea er ekki að fá góðar fréttir þessa dagana en annar varnarmaður félagsins er nú að glíma við meiðsli.
Nýlega var greint frá því að Levi Colwill hefði slitið krossband og verður líklega ekkert með á þessu ári.
Annar miðvörður félagsins, Trevoh Chalobah, meiddist um helgina er Chelsea vann AC Milan 4-1 í æfingaleik.
Chalobah þurfti að fara af velli eftir 57 mínútur og ef meiðslin eru alvarleg þá er liðið í töluverðum vandræðum.
Það eru fimm dagar í að enska úrvalsdeildin byrji og ef meiðsli Chalobah eru alvarleg mun liðið líklega kaupa inn hafsent.