Mario Balotelli stefnir á að spila í um þrjú ár til viðbótar en hann er 35 ára gamall í dag.
Balotelli er án félags í dag en hann var síðast hjá Genoa í efstu deild á Ítalíu en samningur hans þar er runninn út.
Balotelli er með markmið og það er að hætta ásamt bróður sínum Enock sem spilar fyrir áhugamannalið á Ítalíu.
,,Draumurinn? Það er að spila fyrir Real Madrid…“ sagði Balotelli og glotti.
,,Ég er að leitast eftir félagi sem gefur mér traust, ég vil spila í tvö til þrjú ár í viðbót. Svo mun ég hætta ásamt bróður mínum Enock.“
,,Hann er að spila fyrir áhugamannalið Vado en við sjáum hvað gerist. Ég hef lofað honum að við hættum saman.“